Erlent

Microsoft sektað

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB frá því í dag segir að fyrirtækið hafi ekki farið eftir úrskurði frá árinu 2004 sem skyldaði það til að veita keppinautum sínum greinargóðar upplýsingar um Windows-stýrikerfið svo þeir geti lagað hugbúnað betur að því. Hafi Microsoft ekki gert bragarbót í lok mánaðarins verður það beitt dagsektum upp á 283 milljónir króna. Microsoft ætlar að áfrýja úrskurðinum í morgun til Evrópudómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×