Michael Jordan snýr aftur 16. júní 2006 03:59 Michael Jordan verður einn af æðstu mönnum í stjórn Charlotte Bobcats framvegis, en þar á bæ ætla menn fyrst og fremst að reyna að bæta aðsókn á leiki liðsins næsta vetur AFP Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu. Robert Johnson, aðaleigandi Bobcats og vinur Jordan til margra ára, hefur lengi verið að reyna að fá félaga sinn til liðs við sig og það tókst loksins í gær. Jordan vann sex meistaratitla sem leikmaður á sínum tíma og er almennt álitinn besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, en ferill hans á skrifstofunni hefur langt í frá verið jafn glæsilegur. Jordan var rekinn úr starfi þegar hann stýrði liði Washington Wizards á sínum tíma og voru menn á einu máli um að stjórnarstörf ættu frekar illa við hinn mikla sigurvegara. Hann var til að mynda einn þeirra sem báru ábyrgð á því að Washington notaði fyrsta valréttinn í nýliðavalinu árið 2001 í Kwame Brown, sem allar götur síðan hefur valdið miklum vonbrigðum. David Stern, forseti NBA-deildarinnar, sagðist fagna því að sjá Michael Jordan aftur í deildinni og hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks stóð ekki á svari sínu frekar en venjulega þegar hann var spurður hvað sér þætti um endurkomu Jordan í deildina. "Velkominn í slaginn félagi og upp með tékkheftið," sagði Mark Cuban og glotti.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira