Detroit réði ekkert við Shaq og Wade 28. maí 2006 05:36 Tvíeykið rosalega hjá Miami, Dwayne Wade og Shaquille O´Neal, var gjörsamlega óstöðvandi gegn Detroit í nótt. Þeir félagar hittu samtals úr 24 af 32 skotum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn. Miami hafði yfirhöndina nær allan leikinn í nótt, en Detroit náði að minnka muninn í 74-73 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir af leiknum með miklu áhlaupi. Þá kom til kasta hins frábæra Dwayne Wade hjá Miami, sem varði skottilraun Antonio McDyess sem hefði komið Detroit yfir í leiknum og skoraði körfu og hitti úr víti að auki á hinum enda vallarins. Eftir það var sigur Miami í raun aldrei í hættu. "Þegar félagar mans horfa til manns og segja að nú sé röðin kominn tími til að taka málin í sínar hendur - er það allt sem maður þarf að heyra," sagði Wade um góðan leik sinn. Wade var stigahæsti maður vallarins með 35 stig og 8 fráköst, en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum, sem er frábær nýting. Félagi hans Shaquille O´Neal hitti álíka vel, skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Chauncey Billups skoraði 31 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton var með 20 stig, en mikið vantar enn upp á að liðið spili eins vel og það hefur gert undanfarin tvö ár og ef svo fer sem horfir þarf liðið að horfa á eftir Miami í úrslitin. Þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks fer fram í kvöld, sunnudagskvöld, og verður hann sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er svo sýndur í beinni á mánudagskvöld. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sjá meira
Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn. Miami hafði yfirhöndina nær allan leikinn í nótt, en Detroit náði að minnka muninn í 74-73 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir af leiknum með miklu áhlaupi. Þá kom til kasta hins frábæra Dwayne Wade hjá Miami, sem varði skottilraun Antonio McDyess sem hefði komið Detroit yfir í leiknum og skoraði körfu og hitti úr víti að auki á hinum enda vallarins. Eftir það var sigur Miami í raun aldrei í hættu. "Þegar félagar mans horfa til manns og segja að nú sé röðin kominn tími til að taka málin í sínar hendur - er það allt sem maður þarf að heyra," sagði Wade um góðan leik sinn. Wade var stigahæsti maður vallarins með 35 stig og 8 fráköst, en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum, sem er frábær nýting. Félagi hans Shaquille O´Neal hitti álíka vel, skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Chauncey Billups skoraði 31 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton var með 20 stig, en mikið vantar enn upp á að liðið spili eins vel og það hefur gert undanfarin tvö ár og ef svo fer sem horfir þarf liðið að horfa á eftir Miami í úrslitin. Þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks fer fram í kvöld, sunnudagskvöld, og verður hann sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er svo sýndur í beinni á mánudagskvöld.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sjá meira