Sögulegur sigur hjá Dallas 23. maí 2006 05:58 Dirk Nowitzki og Jason Terry fagna hér tímamótasigri Dallas á meisturum San Antonio í nótt, eftir ótrúlegan framlengdan oddaleik sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn AFP Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn