Meistararnir gefast ekki upp 18. maí 2006 08:45 Tim Duncan var frábær í leiknum í gær NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira