Cleveland að takast hið ómögulega? 18. maí 2006 08:00 Cleveland er komið yfir 3-2 gegn Detroit sem er staða sem engan óraði fyrir áður en einvígið hófst NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti