Detroit lék sér að Cleveland 8. maí 2006 05:30 Tayshaun Prince og Chauncey Billups hjá Detroit ganga hér glottandi af velli í gær, en fyrsti leikur þeirra gegn Cleveland í gær var í raun ekki meira en létt æfing fyrir þá NordicPhotos/GettyImages Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira
Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira