Nash verðmætasti leikmaðurinn 8. maí 2006 05:00 Steve Nash heldur hér á styttunni góðu og gefur til kynna að hann sé að vinna hana annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira