Ég ber enga virðingu fyrir Kobe Bryant 4. maí 2006 14:55 Þeir Kobe Bryant og Raja Bell hafa háð sannkallað einvígi sín á milli, en hætt er við því að Phoenix eigi lítið svar við Bryant í leiknum í kvöld úr því að Bell verður í banni NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira