Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York 2. maí 2006 17:12 MYND/Hari Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira