Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York 2. maí 2006 17:12 MYND/Hari Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Sjá meira