Skammarleg framkoma Webber og Iverson 19. apríl 2006 07:00 Chris Webber og Allen Iverson gerðu ansi lítið úr þjálfara sínum í nótt og sýndu stuðningsmönnum Philadelphia litla virðingu með framkomu sinni. Philadelphia var í góðri stöðu með að komast í úrslitakeppnina fyrir nokkrum vikum, en klúðraði því með tilþrifum á lokasprettinum. Eigandi liðsins hefur boðað miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar NordicPhotos/GettyImages Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira
Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira