Meistararnir halda sínu striki 12. apríl 2006 05:52 Tony Parker skoraði 27 stig þrátt fyrir flensu, en leikur San Antonio og Seattle var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sent var út með sérstökum loftmyndavélum og engir þulir lýstu leiknum, heldur voru hljóðnemar í kring um völlinn látnir skila stemmingunni heim í stofu. Þetta var fyrsta útsendingin af þessu tagi frá íþróttaviðburði og skapaði myndatakan afar sérstaka stemmingu. NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Sjá meira