Sport

Engir samningar í höfn

Diarra er mjög eftirsóttur þessa dagana
Diarra er mjög eftirsóttur þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður miðjumannsins sterka Mahamadou Diarra hjá Lyon í Frakklandi vísar fregnum úr spænska blaðinu Marca alfarið á bug, en spænska blaðið heldur því fram að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Manchester United í sumar og bendir á að Real Madrid sé einnig á höttunum eftir honum.

"Þessar fregnir eru með öllu ósannar. Félagaskiptaglugginn opnar ekki fyrr en í maí og við munum ekki brjóta reglur með því að ræða eitt eða neitt fyrr en að því kemur," sagði umboðsmaður leikmannsins eftirsótta, sem hefur lengi verið orðaður við lið á Englandi og sagður muni feta í fótspor Michael Essien. Forráðamenn Lyon hafa þó varað við því að ef félög ætli sér að reyna að krækja í leikmanninn, muni hann líklega verða enn dýrari en Essien á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×