Sport

Tekst Boro að vinna upp forskot Basel

Steve McClaren er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Basel
Steve McClaren er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Basel NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough fær það erfiða verkefni í kvöld að vinna upp tveggja marka forskot svissneska liðsis Basel úr fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Steve McClaren er bjartsýnn á að Boro nái að stríða andstæðingum sínum á heimavelli, enda sé pressan öll á gestunum.

"Þeir létu okkur hafa það óþvegið í Sviss og nú er röðin komin að okkur. Það er ekkert auðvelt að verja 2-0 forystu á útivelli í svona keppni og því er pressan öll á þeim. Vonandi tekst okkur að ná upp góðu spili í kvöld og þá getur allt gerst," sagði McClaren, sem hefur séð sinn skerf af kraftaverkum á hliðarlínunni, enda var hann aðstoðarmaður Alex Ferguson þegar Manchester United lagði Bayern Munchen á ótrúlegan hátt í úrslitaleik meistaradeildarinnar árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×