Sport

Samningurinn var aldrei einhliða

NordicPhotos/GettyImages

David Gill segir að Manchester United hafi aldrei samþykkt að ræða einvörðungu við netfyrirtækið Mansion um styrktarsamning með auglýsingum á treyjum félagsins. Forráðamenn Mansion slitu viðræðunum á dögunum þegar í ljós kom að United hafði átt í viðræðum við fleiri styrktaraðila, en Gill segir alltaf hafa legið fyrir að United leitaði til fleiri en eins aðila með það fyrir augum að fá sem bestan samning.

"Þetta var allan tímann á hreinu, hvort sem það var ég eða einn fulltrúa minna sem sat fundi með forráðamönnum Mansion. Við verðum að horfa til þess að næsti samningur verður aðeins þriðji samningurinn þessarar tegundar í sögu félagsins og því verður hann klárlega að vera sá besti sem mögulega næst," sagði Gill, en Manchester United mun sem kunnugt er hætta að auglýsa fyrir Vodafone eftir þessa leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×