Sport

Við ætlum að láta Arsenal svitna

Pavel Nedved og félagar ætla ekki að láta Arsenal valta yfir sig í Tórínó, þar sem þegar hafa selst yfir 40.000 aðgöngumiðar fyrir slaginn á miðvikudagskvöldið
Pavel Nedved og félagar ætla ekki að láta Arsenal valta yfir sig í Tórínó, þar sem þegar hafa selst yfir 40.000 aðgöngumiðar fyrir slaginn á miðvikudagskvöldið AFP

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Ítalíumeisturum Juventus segir að Arsenal eigi ekki von á því að verða tekið neinum vettlingatökum í Tórínó á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í síðari leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum um daginn þar sem tveir leikmanna Juve voru reknir af velli. Nedved var í leikbanni í þeim leik.

Juventus verður án þeirra Patrick Vieira, Mauro Camoranesi og Jonathan Zebina í síðari leiknum, en Nedved segir sína menn ætla að láta enska liðið svitna rækilega áður en það nær að slá ítalska stórveldið úr keppni.

"Það verður sannarlega erfitt að vinna upp þetta forskot þeirra, en við erum lið sem berst til síðasta manns. Ég veit að ég er tilbúinn í slaginn og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma okkur áfram í keppninni," sagði Nedved.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×