Sport

Bruce lætur deigann ekki síga

Steve Bruce var þungur á brún í dag.
Steve Bruce var þungur á brún í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Steve Bruce er enn ákveðnari að draga Birmingham upp úr ruglinu sem liðið er í þessa stundina. Lið hans er í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur leikur liðsins að undanförnu aldeilis ekki verið burðugur.

"Tengsli mín við þennan klúbb eru mikil. Ég er stjóri Birmingham þessa stundina og eftir þessa frammistöðu er ég ákveðnari sem aldrei fyrr að forðast fallið," sagði Bruce eftir 3-0 tapið gegn Manchester United í dag.

"Leikmennirnir gerðu sitt besta gegn United sem unnu mjög verðskuldað. Þeir sýndu klúbbnum mikinn heiður og á tímum vorum við óheppnir. Við gerðum okkar besta," sagði Bruce sem er talinn vera valtur í sessi í starfinu eftir magurt gengi undanfarið.

Sir Alex Ferguson var ánægður með að vinna sjöunda leikinn í úrvalsdeildinni í röð, en gagnrýndi þó leik sinna manna á köflum. "Ég var vonsvikinn með síðari hálfleikinn, sérstaklega eftir svona góðan fyrri hálfleik. Við slökuðum alltof mikið á," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×