Sport

Vill leikara í leikbönn

Arsene Wenger vill uppræta leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni
Arsene Wenger vill uppræta leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir einfalda lausn vera til svo bregðast megi við auknum vandamálum í kring um leikaraskap á knattspyrnuvellinum, en mörgum er í fersku minni þegar Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea fiskaði leikmann Newcastle útaf í leik á dögunum.

"Það verður að bregðast við þessu og það gefur augaleið að leikbann er það eina sem kemur í veg fyrir svona lagað. Um leið og því fyrirkomulagi væri komið á, myndu leikmenn hugsa sig um tvisvar áður en þeir láta sig falla af tilefnislausu," sagði Wenger, en vildi ekki tjá sig beint um atvikið í leik Chelsea og Newcastle.

"Það eina sem ég get sagt er að ég er alfarið á móti leikaraskap. Það er eins með mitt lið eins og önnur, mínir menn hafa orðið uppvísir af því að leika, en ég er á móti því eins og allir aðrir stjórar í deildinni," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×