Sport

Mistök að spila við Þjóðverja

Bruce Arena þótti hann hafa gert mistök með því að spila leikinn við Þjóðverja í gær án flestra lykilmanna sinna
Bruce Arena þótti hann hafa gert mistök með því að spila leikinn við Þjóðverja í gær án flestra lykilmanna sinna NordicPhotos/GettyImages
Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu, viðurkennir að hann hafi gert stór mistök með því að spila æfingaleik við Þjóðverja í Bremen í gærkvöld, því ekki nema brot af hans sterkustu leikmönnum hafi verið á lausu fyrir leikinn. Bandaríska liðið steinlá 4-1 fyrir heimamönnum, sem þó höfðu ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum.

"Eftirá að hyggja hefði verið betra að sleppa þessum leik, því hann er auðvitað ekki inni á hefðbundnu landsleikjadagatali FIFA og því gat ég ekki verið með nema 2-3 fastamenn í liðinu. Það ætti þó að hafa verið frábært tækifæri fyrir hina leikmennina að sanna að þeir ættu heima í lokahópnum á HM í sumar - en það var nú öðru nær, þeir ollu mér flestir vonbrigðum," sagði Arena í samtali við Washington Post í dag.

Hann var engu að síður mjög ánægður með að spila æfingaleikinn á staðnum þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu skref utan Bretlands á sínum tíma og hældi Hamburg fyrir að vera toppborg sem hefði upp á allt það besta að bjóða hvað varðaði vallarskilyrði, mat og gistingu.

Bandaríkjamenn eiga eftir að spila fjóra æfingaleiki á heimavelli sínum fyrir HM í sumar og eru þeir gegn Lettum, Marokkó, Jamaika og Venesúela. Liðið er svo í mjög erfiðum riðli á HM, þar sem liðið leikur gegn Ítölum, Afríkuþjóðinni Gana og Tékkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×