Sport

Ekki í viðræðum við enska knattspyrnusambandið

Scolari brást reiður við þegar hann var spurður út í enska landsliðið
Scolari brást reiður við þegar hann var spurður út í enska landsliðið NordicPhotos/GettyImages

Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, brást reiður við fregnum í enskum fjölmiðlum í dag sem sögðu hann vera í viðræðum við knattspyrnusambandið þar í landi með það fyrir augum að hann tæki við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson.

"Ef ég ætti að svara fyrir allt það sem skrifað er um mig, hefði ég ekki tíma til að gera neitt annað á næstu mánuðum," sagði Scolari fúll, en slúðurpressan á Englandi varð vör við hann þar sem hann snæddi með Bobby Robson í London.

"Ég kom til London rétt fyrir hádegi, snæddi með Robson og var svo floginn aftur til Lissabon seinnipartinn. Ef ég hefði átt að ræða við enska knattspyrnusambandið - hefði það líklega þýtt að leigubílstjórinn minn hefði átt að vera forseti sambandsins," sagði Brasilíumaðurinn sem nú er í óðaönn að undirbúa portúgalska liðið fyrir HM í Þýskalandi í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×