Sport

Manchester City - West Ham í beinni

Leikmenn West Ham hafa ekki verið í góðum málum í úrvalsdeildinni að undanförnu, en gera sér vonir um að komast í úrslit enska bikarsins
Leikmenn West Ham hafa ekki verið í góðum málum í úrvalsdeildinni að undanförnu, en gera sér vonir um að komast í úrslit enska bikarsins NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fer fram í enska bikarnum í kvöld þegar Manchester City tekur á móti West Ham í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:55.

Alan Pardew, stjóri West Ham, segist vonast til að sínir menn nái að hrista af sér slenið eftir slakt gengi í deildarkeppninni líkt og liðið gerði fyrir síðasta leik í bikarnum. West Ham tapaði illa fyrir Portsmouth í deildinni um helgina.

"Við erum hálf timbraðir eftir þetta tap gegn Portsmouth um helgina, en vonandi náum við að hrista það af okkur í kvöld eins og við gerðum fyrir síðasta bikarleik. Við höfum spilað nokkra stóra leiki í þessari keppni og tilhugsunin um að komast í undanúrslitin í enska bikarnum er sannarlega freistandi," sagði Pardew.

Richard Dunne, leikmaður Manchester City, er eins og margir afar óhress með tímasetningu leiksins. "Það er óskiljanlegt af hverju svona mikilvægir leikir í þessari stærstu bikarkeppni veraldar eru ekki settir á helgar, heldur troðið inn í töfluna og spilaðir svona þétt. Það er þá kannski bót í máli að þá hefur maður ekki mikinn tíma til að hugsa um leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×