Sport

Ólæti á Craven Cottage

Það tók vallarstarfsmenn 10 mínútur að rýma völlinn.
Það tók vallarstarfsmenn 10 mínútur að rýma völlinn.

Fulham má búast við eftirmála í kjölfar leiksins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld vegna óláta sem urðu að leik loknum á Craven Cottage, heimavelli Fulham.

Rauða spjaldið sem William Gallas fékk í blálokin fyrir að traðka á Heiðari Helgusyni var rétt byrjunin á því sem í kjölfarið kom en þegar hann loks gekk af velli lyfti hann þumalfingri snúið niður í áttina að stuðningsmönnum Fulham. Þegar svo flautað var til leiksloka ruddist fjöldi stuðningsmanna Fulham inn á völlinn í óstjórnlegri sigurvímu. Í kjölfarið ruddust nokkrir stuðningsmenn Chelsea einnig inn á völlinn og logaði allt í slagsmálum milli þeirra, vallarstarfsmanna og lögreglu.

Að minnsta kosti einn Chelsea stuðningsmaður var snúinn niður af lögreglu og það tók vallarstarfsmenn um 10 mínútur að rýma sjálfan knattspyrnuvöllinn æstum múgnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×