Sport

Guðjón Valur raðar inn mörkunum

Guðjón Valur hefur skorað 197 mörk fyrir Gummersbach í vetur.
Guðjón Valur hefur skorað 197 mörk fyrir Gummersbach í vetur.

Guðjón Valur Sigurðsson var maður leiksins og skoraði 13 mörk eða um helming marka sinna manna þegar lið hans Gummersbach marði eins marks sigur á Kronau/Östringen, 27-26 í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi.

Um hörkuleik var að ræða en staðan var jöfn í hálfleik, 14-14. Þá skoraði Róbert Gunnarsson eitt af mörkum Gummersbach sem er í 3. sæti deildarinnar á eftir Kiel og FLensburg sem eru með jafnmörg stig en eiga leik til góða. Guðjón er langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni með 197 mörk en næsti maður, Mariusz Jurasik hjá Kronau/Östringen hefur skorað 175 mörk.

Það voru fleiri Íslendingar að skora í Bundesligunni í gærkvöldi. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk fyrir Minden í 34-30 sigri á Melsungen, Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir TuS N-Lübbecke sem sem tapaði fyrir Hamburg, 33-29 og sömuleiðis skoraði Gylfi Gylfason 4 mörk fyrir Wilhelmshavener sem gerði 30-30 jafntefli við Pfullingen.

Í dag verða Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson í eldlínunni með Großwallstadt sem heimsækir Nordhorn síðdegis en tveir leikir eru á dagskrá Bundesligunnar í dag. Í hinum leiknum taka Róbert Sighvatsson og félagar í Wetzlar á móti Düsseldorf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×