Sport

Leeds jafnaði í blálokin

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með liði Leicester sem vann Millwall, 1-0 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Ívar lék allan leikinn en Brynjari var skipt út af á 76. mínútu.

Hannes Sigurðsson lék síðustu 10 mínúturnar með Stoke sem lagði Burnley 1-0 og Gylfi Einarsson kom ekkert við sögu hjá Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við Coventry en Gylfi vermdi varamannabekkinn. David Healy jafnaði metin fyrir Leeds úr vítaspyrnu á 88. mínútu.

Leeds er í 3. sæti deildarinnar með 71 stig, fjórum stigum á eftir Sheffield Utd sem tapaði fyrir Norwich í dag, 2-1. Leeds á leik til góða á Sheff Utd og getur minnkað muninn í eitt stig í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni.

Úrslit dagsins í 1. deild.

Coventry-Leeds 1-1

Crystal Place-Ipswich 2-2

Hull-Crewe 1-0

Luton-Derby 1-0

Millwall-Leicester 0-1

Norwich-Sheff Utd 2-1

Plymouth-Cardiff 0-1

Sheff Wed-Preston 2-0

Stoke-Burnley 1-0

QPR-Brighton 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×