Sport

Hætti með liðið vegna söknuðar

Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska liðsins Atletico Paranaense, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann tók starfið að sér. Þetta kom fram í þýska dagblaðinu Bild í dag en þar segir Matthäus að hann hafi tilkynnt félaginu þetta í gærmorgun, þrátt fyrir frábært gengi með liðið.

Matthäus hefur stýrt liðinu til sigurs í sjö leikjum af níu en gert af þeim tvö jafntefli og því enn taplaus. Það er hins vegar af fjölskyástæðum sem Matthäus segir starfi sínu lausu þar sem saknar konu sinnar og barna sem eru búsett í Ungverjalandi.

Matthäus sem er 44 ára er fyrrverandi þjálfari ungverska landsliðsins og stýrði því m.a. í tveimur leikjum gegn Íslandi í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×