Sport

HM þjóðunum ekki veittur frestur

Sven-Göran Eriksson hefur miklar áhyggjur af meiðslum lykilmanna sinna, sem sumir hverjir keppast við að ná í form með félagsliðum sínum áður en Eriksson velur landsliðshópinn í vor
Sven-Göran Eriksson hefur miklar áhyggjur af meiðslum lykilmanna sinna, sem sumir hverjir keppast við að ná í form með félagsliðum sínum áður en Eriksson velur landsliðshópinn í vor NordicPhotos/GettyImages

Nokkur af landsliðunum sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í þýskalandi í sumar höfðu farið þess á leit við FIFA að frestur til að nefna 23-manna lið yrði færður, en landsliðsþjálfararnir munu nú þurfa að tilkynna hópa sína fyrir 15. maí næstkomandi.

Sven-Göran Eriksson var einn þeirra þjálfara sem höfðu vonast eftir að fá lengri frest til að tilkynna landsliðshóp sinn vegna þeirra miklu meiðsla sem hafa verið á lykilmönnum liðsins.

Í tilkynningu frá FIFA var tekið fram að upphaflegur frestur þætti yfir höfuð nógu langur og því þætti ekki ástæða til að lengja frestinn. Landsliðsþjálfarar munu því tilkynna hópa sína tveimur dögum áður en úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í París.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×