Sport

Tjáir sig lítið um enska landsliðið

Stuart Pearce
Stuart Pearce NordicPhtoos/GettyImages

Stuart Pearce segist ekki hugsa neitt um það að hann verði hugsanlega einn af þeim sem boðaðir verða í viðtal fyrir ráðningu landsliðsþjálfara Englendinga í stað Sven-Göran Eriksson og segir að hann einbeiti sér að fullu að því að ná árangri með Manchester City.

"Jafnvel þó ég færi í viðtal hjá enska knattspyrnusambandinu, mundi ég alls ekki segja frá því. Ég veit fyrir víst að Alan Curbishley var ekki hrifinn af því að láta mynda sig þegar hann fór til fundar við sambandið og satt best að segja er ég ekkert að hugsa um þessi mál. Ég er að einbeita mér að næstu leikjum míns liðs - og hugsa ekkert um stöðu landsliðsþjálfara nema þegar þið blaðamenn eruð að spyrja mig út í þetta," sagði Pearce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×