Sport

Verður í Þýskalandi framvegis

Jurgen Klinsmann
Jurgen Klinsmann AFP

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur nú svarað gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir undanfarið fullum hálsi. Klinsmann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki viðstaddur uppákomu á vegum landsliðsins í Þýskalandi fyrir skömmu, en hann hann hefur nú gefið upp ástæður fyrir fjarveru sinni.

"Ég mun framvegis verða í Þýskalandi með liðinu og reikna með að vera þar nánast óslitið fram yfir HM í sumar. Ég mun að vísu fljúga til Californiu annað slagið til að heimsækja fjölskyldu mína, en að öðru leiti mun ég einbeita mér að fullu að landsliðinu. Ástæðan fyrir fjarveru minni á dögunum var sú að ég hafði fyrir löngu lofað móður minni að vera hjá henni í Bandaríkjunum í kjölfar andláts föður míns og ég varð að standa við það," sagði Klinsmann, sem hefur verið gagnrýndur mjög fyrir að búa utan heimalandslins eftir að hann tók við þýska landsliðinu.

Ef Klinsmann stýrir Þjóðverjum til sigurs á HM í sumar, fetar hann skemmtilega í fótspor læriföðurs síns Franz Beckenbauer, sem varð sjálfur heimsmeistari sem leikmaður og þjálfari með 16 ára millibili á árunum 1974 og 1990. Klinsmann var einmitt í liðinu sem vann árið 1990 og getur nú stýrt liðinu til sigurs 16 árum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×