Sport

Rio er dragbítur og Campbell er búinn á því

Þeir Rio Ferdinand og Sol Campbell eiga ekki upp á pallborðið hjá Jackie Charlton
Þeir Rio Ferdinand og Sol Campbell eiga ekki upp á pallborðið hjá Jackie Charlton NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnuhetjan Jackie Charlton fer ekki fögrum orðum um leikmenn enska landsliðsins í nýlegu viðtali, þar sem miðverðirnir fá stærstu sneiðina af gagnrýni hans. Charlton segir að Rio Ferdinand gæti orðið skotmark á HM í sumar vegna kæruleysis með boltann og segir aukinheldur að Sol Campbell sé búinn á því og eigi ekki að fara með til Þýskalands.

"Ég er ekki frá því að mótherjar enska landsliðsins eigi eftir að sigta Rio sérstaklega út á mótinu af því hann dútlar allt of mikið með boltann í vörninni. Ég hef aldrei verið hrifinn af slíkum varnarmönnum, því þeir eiga að leitast við að losa sig við hann hið snarasta líkt og John Terry gerir. Hann er að mínu mati eini toppmiðvörðurinn sem enska landsliðið hefur á að skipa. Sol Campbell er kominn yfir þrítugt og virðist vera í miklum vandræðum, svo ég á alls ekki von á því að hann fari með til Þýskalands," sagði Charlton og bætti við að landsliðsfyrirliðinn David Beckham hefði ekki verið sannfærandi með Real Madrid í leiknum gegn Arsenal í gær og þyrfti að taka sig verulega á með landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×