Sport

Þorði ekki að hafa Saha á bekknum

Saha brást ekki knattspyrnustjóra sínum þegar hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildarbikarsins. Saha skoraði mark og lagði annað upp.
Saha brást ekki knattspyrnustjóra sínum þegar hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildarbikarsins. Saha skoraði mark og lagði annað upp. NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann hafi ekki þorað að hafa sóknarmanninn Louis Saha á varamannabekknum í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum af ótta við að leikmaðurinn færi frá félaginu.

"Ég bara gat ekki haft hann á bekknum í þessum leik, því hann var búinn að skora grimmt í keppninni fram að úrslitaleiknum og ef ég hefði sett hann á bekkinn hefði hann líklega hugsað með sér að hann gæti fengið að spila einhversstaðar annarsstaðar," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×