Arenas jarðaði New York 26. febrúar 2006 08:29 Gilbert Arenas fór hamförum gegn New York og skoraði til að mynda 23 af 46 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira