Er hægt að kaupa þitt atkvæði? 31. janúar 2006 11:48 Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar