Phoenix burstaði Miami 7. janúar 2006 14:09 Steve Nash gaf 12 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum þegar Phoenix rúllaði Miami upp á heimavelli sínum í nótt NordicPhotos/GettyImages Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira