Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Í fjármálageiranum þykjast menn ekki sjá mikil merki lækkunar lánshæfismats Standard & Poor‘s á markaðinn. Ástæðan kann að vera sú að markaðurinn hafi átt von á henni. Óvænt áhrif þessa lækkaða mats birtist hins vegar í glæslilegri veislu Frjálsrar verslunar þar sem Róbert Wessman var heiðraður sem maður ársins hjá tímaritinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert viðurkenningu fyrir útnefninguna. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar ávarpaði Geir með orðunum „Háttvirtur forsætisráðherra,“ Þótti mönnum þar gæta áhrifa frá Standard og Poor‘s en í þinginu munu þingmenn ávarpaðir sem háttvirtir en ráðherrar sem hæstvirtir og því spurning um hvort skammtímaeinkunn á virðingu ráðherra hefði þar fallið úr AA- í A+. Minnugir forsætisráðherrar

Annars var glatt á hjalla í veislunni, enda þeir Jón G. Hauksson, ritstjóri og eigandi hans Benedikt Jóhannesson með skemmtilegri mönnum. Benedikt lét Geir ekki sleppa og sagði að þeir hjá Frjálsri Verslun hefðu notið þess láns að stjórnmálamenn hefðu verið viljugir til að mæta og afhenda verðlaunin. Hann hefði hringt í Geir sem hefði orðið undrandi og spurt hvort hann hefði ekki afhent verðlaunin í fyrra og hitteðfyrra. „í fyrra reyndist vera árið 2003 og í hitteðfyrra var árið 1999,“ sagði Benedikt og minntist kankvíslega annars stálminnugs forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×