Jólahugleiðing 16. desember 2006 05:00 Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun