Raunveruleikasjónvarp reddar íslenskum landbúnaði 14. desember 2006 05:00 Öllum á óvart hefur það gerst í sænsku sjónvarpi að „raunveruleikaþáttur“ um tilhugalíf bænda hefur slegið öll vinsældamet. Þátturinn heitir „Bonde söker fru“ eða bóndi í konuleit og fjallar um fjóra einhleypa bændur sem fá til sín fjórar kátar kerlingar hver og fylgjast sjónvarpsáhorfendur spenntir með þegar þær eru leiddar undir bændurna eins og kýr til kelfingar. Þessir brosmildu piparsveinar í gúmmístígvélum tóku auðvitað kvenpeningnum fagnandi, enda tilbreyting frá selskapnum við dýrin í sveitinni. Kerlurnar kepptust við að sjarmera þá með því að ganga í húsverkin án tepruskaps; dreifðu skít, sættu sig við ropandi svín og tannlausa önd sem beit þær í fingurna, allt með bros á vör. En eftir því sem leið á seríuna fóru bændurnir blíðu að verða æ fyrirferðarmeiri á forsíðum slúðurblaðanna. Andreas játaði t.d. einum umsækjanda um starf bóndakonu ást sína, en skömmu eftir að slökkt hafði verið á myndavélunum sást hann með öðrum umsækjanda inni í Massey Ferguson dráttarvél. Konurnar slógust og grenjuðu, foreldrar þeirra urðu fyrir aðkasti í kjörbúðinni heima í Smálöndum, bóndinn gaf útskýringar á hegðun sinni á einhverri undarlegri mállýsku svo það þurfti að þýða hann á sænska tungu og samt fékk maður engan botn í hvað hann var að reyna að segja og enn slógu þættirnir öll áhorfsmet. Viku síðar blasti við: „Hneyksli í hlöðunni.“ Engin myndavél var á staðnum fyrr en næsta morgun þegar hlöðudyrnar opnuðust. Út gengu einn bóndi, tvær kerlingar, ein kind. Hvílíkt drama! Hver nennir að horfa á Nóbelsverðlaunaafhendinguna þegar maður kemst í svona menningarlegt sjónvarpsefni? Og ekki einu sinni bannað börnum! Bachelorinn hrundi niður vinsældalistann og í staðinn fyrir kelerí í heitum pottum veltu þátttakendur sér nú í kálgarðinum og í stað kampavíns og rósa var nú komið heimabrugg og munntóbak. Annars náði sænsk sjónvarpsdagskrárgerð nýjum hæðum þegar farið var að þynnast í hópnum og Mikael bóndi fór í göngutúr með verðandi eiginkonu. Af höfðingsskap sínum bauð hann henni upp á pinnaís og svo stóðu þau á fáförnum gatnamótum. Eftir langa þögn spyr hann: „Hvernig er ísinn?“ Þegar hún loks tekur út úr sér ísinn til að svara keyrir haugsugubíllinn framhjá svo ekki heyrist mannsins mál. Bíllinn fjarlægist og við tekur einhver óbærilegasta þögn í sjónvarpssögunni. Löngu síðar gubbar hún út úr sér: „En þinn?“ Bóndi svarar að bragði: „Hann er kaldur.“ (!) Hvað á maður að gera? Manni fallast næstum hendur yfir galdri sjónvarpsins. Það hefði ekki komið á óvart þó konan hefði næst spurt: „Hvenær kemur Godot?“ En hvernig má svona prógram verða til bjargar íslenskum landbúnaði? Nú þegar íslenski bóndinn á aungvan vin og er úthrópaður sem afæta sem valdi því að matarkarfa íslenskra heimila er sú dýrasta í Evrópu og útlensk jógúrt er bara borin fram í fermingarveislum yfirstéttarbarna. En væru bændasamtökin ekki tilbúin að taka þátt í niðurfellingu verndartolla á erlendum landbúnaðarafurðum, ef þau fengju eitthvað í staðinn? Eins og sjónvarpsþátt um fengitíma íslenskra bænda? Ég sé fyrir mér samningaviðræður formanns bændasamtakanna, landbúnaðarráðherra og yfirmanns innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV. Bóndi: „Kemur ekki til greina. Bara íslensk mjólk fyrir Íslendinga.“ Ráðherra: „Auðvitað er íslenska mjólkin best. En það er líka íslenski bóndinn og við viljum gera hann ódauðlegan.“ Sjónvarpsmaður: „Þetta er þáttur að sænskri fyrirmynd...“ B: „En gengur íslenskt sjónvarpsefni ekki út á að gera eitthvað frumlegt og skapandi?“ Sj: „Nei, blessaður vertu. Besta íslenska sjónvarpsefnið gengur einmitt út á það að apa eftir hugmyndum sem notið hafa vinsælda erlendis. Sjáðu bara þætti eins og idol og bachelor og það var lagið.“ Rh: „Og Dallas!“ Sj: „Hmmm... Íslendingar myndu kynnast bændastéttinni, einhleypir bændur myndu finna sér maka og kæmust í slúðurblöðin, fengju kannski birtar af sér myndir í Séð og eyrt.“ Rh: „Ég kom einu sinni í Séð og heyrt. Það var falleg mynd.“ B: „En eru einhverjir peningar í þessu fyrir okkur?“ Sj: „Með frægð og kvenhylli koma peningarnir sjálfkrafa.“ B: „Ég verð auðvitað að ræða þetta við strákana í bændahöllinni en mér líst bara vel á hugmyndina.“ Rh: „Má ég þá kannski koma með hugmynd að titli? Hernig líst ykkur á Bóndi með brókarsótt?“ Sj: „Æi er það nú ekki einum of...“ B: „Díll!“ Bachelorinn hrundi niður vinsældalistann og í staðinn fyrir kelerí í heitum pottum veltu þátttakendur sér nú í kálgarðinum og í stað kampavíns og rósa var nú komið heimabrugg og munntóbak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Öllum á óvart hefur það gerst í sænsku sjónvarpi að „raunveruleikaþáttur“ um tilhugalíf bænda hefur slegið öll vinsældamet. Þátturinn heitir „Bonde söker fru“ eða bóndi í konuleit og fjallar um fjóra einhleypa bændur sem fá til sín fjórar kátar kerlingar hver og fylgjast sjónvarpsáhorfendur spenntir með þegar þær eru leiddar undir bændurna eins og kýr til kelfingar. Þessir brosmildu piparsveinar í gúmmístígvélum tóku auðvitað kvenpeningnum fagnandi, enda tilbreyting frá selskapnum við dýrin í sveitinni. Kerlurnar kepptust við að sjarmera þá með því að ganga í húsverkin án tepruskaps; dreifðu skít, sættu sig við ropandi svín og tannlausa önd sem beit þær í fingurna, allt með bros á vör. En eftir því sem leið á seríuna fóru bændurnir blíðu að verða æ fyrirferðarmeiri á forsíðum slúðurblaðanna. Andreas játaði t.d. einum umsækjanda um starf bóndakonu ást sína, en skömmu eftir að slökkt hafði verið á myndavélunum sást hann með öðrum umsækjanda inni í Massey Ferguson dráttarvél. Konurnar slógust og grenjuðu, foreldrar þeirra urðu fyrir aðkasti í kjörbúðinni heima í Smálöndum, bóndinn gaf útskýringar á hegðun sinni á einhverri undarlegri mállýsku svo það þurfti að þýða hann á sænska tungu og samt fékk maður engan botn í hvað hann var að reyna að segja og enn slógu þættirnir öll áhorfsmet. Viku síðar blasti við: „Hneyksli í hlöðunni.“ Engin myndavél var á staðnum fyrr en næsta morgun þegar hlöðudyrnar opnuðust. Út gengu einn bóndi, tvær kerlingar, ein kind. Hvílíkt drama! Hver nennir að horfa á Nóbelsverðlaunaafhendinguna þegar maður kemst í svona menningarlegt sjónvarpsefni? Og ekki einu sinni bannað börnum! Bachelorinn hrundi niður vinsældalistann og í staðinn fyrir kelerí í heitum pottum veltu þátttakendur sér nú í kálgarðinum og í stað kampavíns og rósa var nú komið heimabrugg og munntóbak. Annars náði sænsk sjónvarpsdagskrárgerð nýjum hæðum þegar farið var að þynnast í hópnum og Mikael bóndi fór í göngutúr með verðandi eiginkonu. Af höfðingsskap sínum bauð hann henni upp á pinnaís og svo stóðu þau á fáförnum gatnamótum. Eftir langa þögn spyr hann: „Hvernig er ísinn?“ Þegar hún loks tekur út úr sér ísinn til að svara keyrir haugsugubíllinn framhjá svo ekki heyrist mannsins mál. Bíllinn fjarlægist og við tekur einhver óbærilegasta þögn í sjónvarpssögunni. Löngu síðar gubbar hún út úr sér: „En þinn?“ Bóndi svarar að bragði: „Hann er kaldur.“ (!) Hvað á maður að gera? Manni fallast næstum hendur yfir galdri sjónvarpsins. Það hefði ekki komið á óvart þó konan hefði næst spurt: „Hvenær kemur Godot?“ En hvernig má svona prógram verða til bjargar íslenskum landbúnaði? Nú þegar íslenski bóndinn á aungvan vin og er úthrópaður sem afæta sem valdi því að matarkarfa íslenskra heimila er sú dýrasta í Evrópu og útlensk jógúrt er bara borin fram í fermingarveislum yfirstéttarbarna. En væru bændasamtökin ekki tilbúin að taka þátt í niðurfellingu verndartolla á erlendum landbúnaðarafurðum, ef þau fengju eitthvað í staðinn? Eins og sjónvarpsþátt um fengitíma íslenskra bænda? Ég sé fyrir mér samningaviðræður formanns bændasamtakanna, landbúnaðarráðherra og yfirmanns innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV. Bóndi: „Kemur ekki til greina. Bara íslensk mjólk fyrir Íslendinga.“ Ráðherra: „Auðvitað er íslenska mjólkin best. En það er líka íslenski bóndinn og við viljum gera hann ódauðlegan.“ Sjónvarpsmaður: „Þetta er þáttur að sænskri fyrirmynd...“ B: „En gengur íslenskt sjónvarpsefni ekki út á að gera eitthvað frumlegt og skapandi?“ Sj: „Nei, blessaður vertu. Besta íslenska sjónvarpsefnið gengur einmitt út á það að apa eftir hugmyndum sem notið hafa vinsælda erlendis. Sjáðu bara þætti eins og idol og bachelor og það var lagið.“ Rh: „Og Dallas!“ Sj: „Hmmm... Íslendingar myndu kynnast bændastéttinni, einhleypir bændur myndu finna sér maka og kæmust í slúðurblöðin, fengju kannski birtar af sér myndir í Séð og eyrt.“ Rh: „Ég kom einu sinni í Séð og heyrt. Það var falleg mynd.“ B: „En eru einhverjir peningar í þessu fyrir okkur?“ Sj: „Með frægð og kvenhylli koma peningarnir sjálfkrafa.“ B: „Ég verð auðvitað að ræða þetta við strákana í bændahöllinni en mér líst bara vel á hugmyndina.“ Rh: „Má ég þá kannski koma með hugmynd að titli? Hernig líst ykkur á Bóndi með brókarsótt?“ Sj: „Æi er það nú ekki einum of...“ B: „Díll!“ Bachelorinn hrundi niður vinsældalistann og í staðinn fyrir kelerí í heitum pottum veltu þátttakendur sér nú í kálgarðinum og í stað kampavíns og rósa var nú komið heimabrugg og munntóbak.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar