Forsendur Hydro 13. desember 2006 05:00 Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun