Forsendur Hydro 13. desember 2006 05:00 Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar