Umsátrið um Frjálslynda flokkinn 30. nóvember 2006 05:00 Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar