Flokkur í einkaeign? 30. nóvember 2006 05:00 Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun