Flokkur í einkaeign? 30. nóvember 2006 05:00 Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun