Ég verð alltaf Íslendingur 24. nóvember 2006 05:15 Ræða Magnúsar Þórs sem hann hélt á dögunum á Alþingi er örþrifaráð Frjálslyndaflokksins til þess að þurrkast ekki út í næstu kosningum. Hún er illa ígrunduð og væri í raun hlægileg ef ekki væri fyrir undirtón rasisma og þjóðernisöfga og í kjölfarið aukið fylgi flokksins. Frjálslyndiflokkurinn með náfrænda minn, Guðjón A. Kristjánsson, í broddi fylkingar ætlar að fara sömu leið og Norski framfaraflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn sem byggir m.a. á þeirri hugmynd að sá einn er Dani sem kominn er af danskri jörð og því lengra aftur sem menn geta rakið ættir sínar þar á bæ, því danskara er blóðið sem rennur í æðum þeirra. Forystumenn flokka leita allra leiða til þess að auka fylgi sitt og horfa því eðlilega til nágrannalandanna. Í Danmörku og Noregi hafa þessir tveir harðlínu þjóðernisflokkar náð völdum og ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin hjá Frjálslyndaflokknum, án þess glata þeir þeim stuðningi sem þeir hafa náð og hætta aftur að vera til. Í ræðu Magnúsar eru mörg upphrópunarmerki og enn fleiri spurningar m.a. hvort við séum í stakk búin til að taka á móti þessu fólki. Þetta yrðu ekki aðeins fátækir karlmenn og konur að leita sér að vinnu, sennilega vilja þau fá ættingja sína hingað líka, það væri bara mannlegt, skrifar Magnús. Ég efast stórlega um að þegar Magnús bjó í Noregi, meira og minna í fimmtán ár til þess að vinna og afla sér menntunar, hafi hann verið að nauða í sínum nánustu að gerast Norðmenn og mér er óskiljanlegt afhverju hann vill meina öðru fólki að afla sér menntunar eða tekna hér á landi. Við erum í EES, við erum hluti af fjölþjóða-og fjölmenningarsamfélaginu og okkur ber siðferðisleg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið til Íslands. Útlendingar sem gerast Íslendingar skapa störf, þeir kaupa í matinn, stækka hverfin, það þarf að byggja húsnæði og verslanir, þeir þurfa að klæða sig og fæða.Ég er ekki rasistiMagnús Þór Hafsteinsson hefur oft tekið fram að hann sé ekki rasisti. Þessi fyrirvari er að verða svolítið grunsamlegur. Hann gerði það strax í ræðu sinni á Alþingi og það oftar en einu sinni. Hann hefur einnig gert það við fleiri tækifæri, á heimasíðu sinni og í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla og hefur tekið það fram hvað eftir annað í eltingarleik sínum við þá sem fjalla um ræðu hans á netinu. Gott við umræðunaKostirnir við umræðuna eru þeir að ríkistjórnin hefur ákveðið að leggja hærri fjárhæðir til þess að mennta fólk sem hér vill búa og vonandi verður hún til þess að breyta viðhorfi okkar gagnvart þeim sem hingað flytjast búferlum.Það ber að varast flokka eins og Frjálslyndaflokkinn. Magnús Þór og Jón Magnússon, formaður Frjáls afls, hafa kvartað sáran undan hvernig umræðan hefur þróast. En ef þú hrópar úlfur úlfur, óígrundaðar skoðanir þínar er alveg eins víst að einhver hrópi til baka til að kveða þig í kútinn, kalli þig hreinlega bjána eða í sumum tilfellum taki í lurginn á þér. Það var hlegið að fyrstu tilraun Hitlers til þess að ná völdum ásamt elliærum hershöfðingja. Síðar var Nazistaflokkurinn kosinn lýðræðislega til valda og restina af sögunni þekkja flestir. Viðvörunabjöllunum hringir víða í okkar vestræna heimi, sem betur fer erum við upplýstari og höfum vonandi lært af sögunni. Við verðum að standa vörð um mannréttindi og sýna mönnum eins og Magnúsi og Jóni að við tökum ekki mark á svona bulli, þó þeir reyni á seinni stigum málsins að breyta úlfinum í umhyggju fyrir okkur og þeim.Að lokumJón Magnússon, formaður Frjáls afls og meðlimur í Frjálslyndaflokknum, skrifaði ansi þjóðernissinnaða grein í blaðið fyrir nokkru síðan, sem inniheldur aðallega hræðslu höfundar við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Ég tel að það væri hið besta mál fyrir íslensku þjóðina að blandast, við getum t.a.m. þakkað það frönskum sjómönnum að Austfirðir og Strandir urðu ekki úrkynjaðar.Á heimasíðu Jóns Magnússonar má lesa um þjóðskáldið Stein Steinarr og þátttöku hans í kommúnista-flokki Íslands. Jón hefði átt að segja frá veru Steins á Siglufirði. Til að gera langa sögu stutta, þá var Steinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að skera niður Nazistafána sem Sophus Blöndal, vararæðismaður Þýskalands, hafði hengt upp í garðinum sínum. Hann reif hann í sundur, fleygði honum í forarpoll og traðkaði á honum. Ég skora því á alla þegna landsins að rífa niður alla þá fána sem Frjálslyndiflokkurinn heldur á lofti, fleygja þeim í forarpoll og traðka rækilega á honum.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ræða Magnúsar Þórs sem hann hélt á dögunum á Alþingi er örþrifaráð Frjálslyndaflokksins til þess að þurrkast ekki út í næstu kosningum. Hún er illa ígrunduð og væri í raun hlægileg ef ekki væri fyrir undirtón rasisma og þjóðernisöfga og í kjölfarið aukið fylgi flokksins. Frjálslyndiflokkurinn með náfrænda minn, Guðjón A. Kristjánsson, í broddi fylkingar ætlar að fara sömu leið og Norski framfaraflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn sem byggir m.a. á þeirri hugmynd að sá einn er Dani sem kominn er af danskri jörð og því lengra aftur sem menn geta rakið ættir sínar þar á bæ, því danskara er blóðið sem rennur í æðum þeirra. Forystumenn flokka leita allra leiða til þess að auka fylgi sitt og horfa því eðlilega til nágrannalandanna. Í Danmörku og Noregi hafa þessir tveir harðlínu þjóðernisflokkar náð völdum og ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin hjá Frjálslyndaflokknum, án þess glata þeir þeim stuðningi sem þeir hafa náð og hætta aftur að vera til. Í ræðu Magnúsar eru mörg upphrópunarmerki og enn fleiri spurningar m.a. hvort við séum í stakk búin til að taka á móti þessu fólki. Þetta yrðu ekki aðeins fátækir karlmenn og konur að leita sér að vinnu, sennilega vilja þau fá ættingja sína hingað líka, það væri bara mannlegt, skrifar Magnús. Ég efast stórlega um að þegar Magnús bjó í Noregi, meira og minna í fimmtán ár til þess að vinna og afla sér menntunar, hafi hann verið að nauða í sínum nánustu að gerast Norðmenn og mér er óskiljanlegt afhverju hann vill meina öðru fólki að afla sér menntunar eða tekna hér á landi. Við erum í EES, við erum hluti af fjölþjóða-og fjölmenningarsamfélaginu og okkur ber siðferðisleg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið til Íslands. Útlendingar sem gerast Íslendingar skapa störf, þeir kaupa í matinn, stækka hverfin, það þarf að byggja húsnæði og verslanir, þeir þurfa að klæða sig og fæða.Ég er ekki rasistiMagnús Þór Hafsteinsson hefur oft tekið fram að hann sé ekki rasisti. Þessi fyrirvari er að verða svolítið grunsamlegur. Hann gerði það strax í ræðu sinni á Alþingi og það oftar en einu sinni. Hann hefur einnig gert það við fleiri tækifæri, á heimasíðu sinni og í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla og hefur tekið það fram hvað eftir annað í eltingarleik sínum við þá sem fjalla um ræðu hans á netinu. Gott við umræðunaKostirnir við umræðuna eru þeir að ríkistjórnin hefur ákveðið að leggja hærri fjárhæðir til þess að mennta fólk sem hér vill búa og vonandi verður hún til þess að breyta viðhorfi okkar gagnvart þeim sem hingað flytjast búferlum.Það ber að varast flokka eins og Frjálslyndaflokkinn. Magnús Þór og Jón Magnússon, formaður Frjáls afls, hafa kvartað sáran undan hvernig umræðan hefur þróast. En ef þú hrópar úlfur úlfur, óígrundaðar skoðanir þínar er alveg eins víst að einhver hrópi til baka til að kveða þig í kútinn, kalli þig hreinlega bjána eða í sumum tilfellum taki í lurginn á þér. Það var hlegið að fyrstu tilraun Hitlers til þess að ná völdum ásamt elliærum hershöfðingja. Síðar var Nazistaflokkurinn kosinn lýðræðislega til valda og restina af sögunni þekkja flestir. Viðvörunabjöllunum hringir víða í okkar vestræna heimi, sem betur fer erum við upplýstari og höfum vonandi lært af sögunni. Við verðum að standa vörð um mannréttindi og sýna mönnum eins og Magnúsi og Jóni að við tökum ekki mark á svona bulli, þó þeir reyni á seinni stigum málsins að breyta úlfinum í umhyggju fyrir okkur og þeim.Að lokumJón Magnússon, formaður Frjáls afls og meðlimur í Frjálslyndaflokknum, skrifaði ansi þjóðernissinnaða grein í blaðið fyrir nokkru síðan, sem inniheldur aðallega hræðslu höfundar við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Ég tel að það væri hið besta mál fyrir íslensku þjóðina að blandast, við getum t.a.m. þakkað það frönskum sjómönnum að Austfirðir og Strandir urðu ekki úrkynjaðar.Á heimasíðu Jóns Magnússonar má lesa um þjóðskáldið Stein Steinarr og þátttöku hans í kommúnista-flokki Íslands. Jón hefði átt að segja frá veru Steins á Siglufirði. Til að gera langa sögu stutta, þá var Steinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að skera niður Nazistafána sem Sophus Blöndal, vararæðismaður Þýskalands, hafði hengt upp í garðinum sínum. Hann reif hann í sundur, fleygði honum í forarpoll og traðkaði á honum. Ég skora því á alla þegna landsins að rífa niður alla þá fána sem Frjálslyndiflokkurinn heldur á lofti, fleygja þeim í forarpoll og traðka rækilega á honum.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar