Sagan í sjónvarpi 20. nóvember 2006 05:00 llugi Gunnarsson er menningarsinni eins og gömlum róttæklingi sæmir. Honum er annt um hlutverk Ríkisútvarpsins og líka um sögu landsins (Fréttablaðið, 5. nóv.). Hann vill sjá heimildamyndir um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Heyr, heyr! Hann er velkominn í hóp áhugamanna um þessi mál. Við þurfum þó ekki að stofna ný stjórnmálasamtök um þennan áhuga því hann sker á öll flokksbönd og á hljómgrunn víða þó að minna verði úr framkvæmdum. Illugi vill að RÚV búi til þáttaröð um sögu landsins frá upphafi til þessa dags. Það er svolítið Hriflu-Jónasar bragð af þessari hugmynd en það er hægt að finna sögunni og RÚV fleiri hlutverk og aðra farvegi.Enginn skortur á hugmyndumÞorsteinn HelgasonKvikmyndagerðarmenn hafa áhuga á sögu lands og heims og sagnfræðingar hafa áhuga á sjónvarpi. RÚV þarf ekki annað en að segja: Komið með hugmyndirnar og þá skulum við kaupa þær á því verði að þið getið vandað til verka.Til að sanna mál okkar getum við minnt á heimildamyndir sem hafa verið sýndar í sjónvarpi að frumkvæði kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og fjalla um sögu sjávarútvegsins, Tyrkjaránið og Ameríkusiglingu Leifs heppna og félaga svo að fáein dæmi séu nefnd. Við getum líka talið nokkur verk sem eru ýmist í burðarliðnum eða á óskalista hjá kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir. Þar eru myndir um árásina á Goðafoss á stríðsárunum, um forsætisráðherra lýðveldisins og um sögu og tilvist jólasveinanna (hér og erlendis), um „dönsk spor“ á Íslandi, um Svein Bergsveinsson sem eyddi ævinni bæði í Hitlers-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi, um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og um einstakar ættir og ættfræðiáhuga Íslendinga.Þetta eru nokkrar hugmyndir kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og það er í anda gamallar sjálfstæðisstefnu jafnt sem frjálslyndrar jafnaðarstefnu að skapa hugviti einstaklinganna frjóan jarðveg og að vökva grasrótina.ÁtaksverkefniRÚV hefur stöku sinnum ýtt af stað röð heimildamynda og boðið sjálfstæðu fagfólki þátttöku. Þannig var listasaga lýðveldisins tekin fyrir í þemum – bókmenntir, myndlist, tónlist, kvikmyndalist – og verkinu skipt milli kvikmyndafyrirtækja með fagkunnáttu og reynslu. Þegar Sveinn Einarsson var dagskrárstjóri fyrir um fimmtán árum hleypti hann af stað röð sem hann kenndi við aldamótamenn og vísindamenn, kallaði sjálfstæða fagmenn til verksins og nokkrir þættir litu dagsins ljós meðan Sveinn sat við stjórnvölinn.Nokkur dæmi mætti nefna í viðbót. Þetta er ekki slæm leið, hún vekur athygli og gefur tilefni til tenginga og samanburðar. Hugsanlega er auðveldara að fá fjársterka til að veita slíkum röðum stuðning. Slíkar myndaraðir eiga ekki að vera of langar og þær þurfa að vera ólíkar því sagan hefur mörg andlit.Allt frá landnámi til okkar daga?Megintillaga Illuga er að RÚV búi til heimildamyndaröð „um sögu landsins frá landnámi og fram á okkar daga“. Þetta hafi BBC gert með því að fá sagnfræðinginn Simon Schama til verksins og þættir hans hafi orðið vinsælir. Það er alveg rétt en þar er fyrst að telja að Simon Schama var orðinn geysivinsæll og jafnframt vandaður sagnfræðingur með bókum sínum áður en hann gekk til liðs við BBC. Söguskoðun hans hafði ekki bara „eitthvað að segja um efnistök“, eins og Illugi orðar þarð, heldur mikið að segja, næstum allt. Við heyrðum hann lýsa því á ráðstefnu „sögugerðarmanna“ (history producers) í Boston 2001 að hann hefði sett það sem skilyrði að þættirnir yrðu hans verk og að hann hefði íhlutunarrétt um alla gerðina, stórt og smátt, tónlistina líka.Þáttaröðin heitir því ekki History of Britain heldur A History of Britain, þ.e. ein af mögulegum sögugerðum, í þessu tilviki sögugerð Simons Schama. Eigum við einhvern Simon Schama hér á landi? Við höfum átt spretti í þessa átt. Við eignuðumst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar. En þetta var ekki yfirlit allrar Íslandssögunnar heldur valið snið í tíma og rúmi. Þannig er Bretasaga Schama raunar líka þó að hann dreifi vali sínu á margar aldir.Sagan hefur nefnilega marga svipi sem ráðast af sögugerðarmanninum, tíðarandanum, heimildastöðunni og ótal þáttum öðrum. Þetta er það sem er heillandi og því ætti að gefa mörgum tækifæri til að þróa sýn og tök sín að eigin vali með fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem einu skilyrðin. Sýnum alla flóru sögunnar – sögu einstaklinga, þekktra og óþekktra, karla og kvenna, fjölskyldna og einfara, atvinnuhátta og alþjóðatengsla, langsnið og þversnið sögunnar, sannleiksleit og lygimál. Íslandssaga Hriflu-Jónasar var vel sögð en hún var varasöm meðan hún var eina söguskoðunin sem haldið var að nemendum. Endurtökum ekki þann leik í sjónvarpinu. Höfundar hafa búið til sögulegt efni fyrir sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
llugi Gunnarsson er menningarsinni eins og gömlum róttæklingi sæmir. Honum er annt um hlutverk Ríkisútvarpsins og líka um sögu landsins (Fréttablaðið, 5. nóv.). Hann vill sjá heimildamyndir um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Heyr, heyr! Hann er velkominn í hóp áhugamanna um þessi mál. Við þurfum þó ekki að stofna ný stjórnmálasamtök um þennan áhuga því hann sker á öll flokksbönd og á hljómgrunn víða þó að minna verði úr framkvæmdum. Illugi vill að RÚV búi til þáttaröð um sögu landsins frá upphafi til þessa dags. Það er svolítið Hriflu-Jónasar bragð af þessari hugmynd en það er hægt að finna sögunni og RÚV fleiri hlutverk og aðra farvegi.Enginn skortur á hugmyndumÞorsteinn HelgasonKvikmyndagerðarmenn hafa áhuga á sögu lands og heims og sagnfræðingar hafa áhuga á sjónvarpi. RÚV þarf ekki annað en að segja: Komið með hugmyndirnar og þá skulum við kaupa þær á því verði að þið getið vandað til verka.Til að sanna mál okkar getum við minnt á heimildamyndir sem hafa verið sýndar í sjónvarpi að frumkvæði kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og fjalla um sögu sjávarútvegsins, Tyrkjaránið og Ameríkusiglingu Leifs heppna og félaga svo að fáein dæmi séu nefnd. Við getum líka talið nokkur verk sem eru ýmist í burðarliðnum eða á óskalista hjá kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir. Þar eru myndir um árásina á Goðafoss á stríðsárunum, um forsætisráðherra lýðveldisins og um sögu og tilvist jólasveinanna (hér og erlendis), um „dönsk spor“ á Íslandi, um Svein Bergsveinsson sem eyddi ævinni bæði í Hitlers-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi, um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og um einstakar ættir og ættfræðiáhuga Íslendinga.Þetta eru nokkrar hugmyndir kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og það er í anda gamallar sjálfstæðisstefnu jafnt sem frjálslyndrar jafnaðarstefnu að skapa hugviti einstaklinganna frjóan jarðveg og að vökva grasrótina.ÁtaksverkefniRÚV hefur stöku sinnum ýtt af stað röð heimildamynda og boðið sjálfstæðu fagfólki þátttöku. Þannig var listasaga lýðveldisins tekin fyrir í þemum – bókmenntir, myndlist, tónlist, kvikmyndalist – og verkinu skipt milli kvikmyndafyrirtækja með fagkunnáttu og reynslu. Þegar Sveinn Einarsson var dagskrárstjóri fyrir um fimmtán árum hleypti hann af stað röð sem hann kenndi við aldamótamenn og vísindamenn, kallaði sjálfstæða fagmenn til verksins og nokkrir þættir litu dagsins ljós meðan Sveinn sat við stjórnvölinn.Nokkur dæmi mætti nefna í viðbót. Þetta er ekki slæm leið, hún vekur athygli og gefur tilefni til tenginga og samanburðar. Hugsanlega er auðveldara að fá fjársterka til að veita slíkum röðum stuðning. Slíkar myndaraðir eiga ekki að vera of langar og þær þurfa að vera ólíkar því sagan hefur mörg andlit.Allt frá landnámi til okkar daga?Megintillaga Illuga er að RÚV búi til heimildamyndaröð „um sögu landsins frá landnámi og fram á okkar daga“. Þetta hafi BBC gert með því að fá sagnfræðinginn Simon Schama til verksins og þættir hans hafi orðið vinsælir. Það er alveg rétt en þar er fyrst að telja að Simon Schama var orðinn geysivinsæll og jafnframt vandaður sagnfræðingur með bókum sínum áður en hann gekk til liðs við BBC. Söguskoðun hans hafði ekki bara „eitthvað að segja um efnistök“, eins og Illugi orðar þarð, heldur mikið að segja, næstum allt. Við heyrðum hann lýsa því á ráðstefnu „sögugerðarmanna“ (history producers) í Boston 2001 að hann hefði sett það sem skilyrði að þættirnir yrðu hans verk og að hann hefði íhlutunarrétt um alla gerðina, stórt og smátt, tónlistina líka.Þáttaröðin heitir því ekki History of Britain heldur A History of Britain, þ.e. ein af mögulegum sögugerðum, í þessu tilviki sögugerð Simons Schama. Eigum við einhvern Simon Schama hér á landi? Við höfum átt spretti í þessa átt. Við eignuðumst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar. En þetta var ekki yfirlit allrar Íslandssögunnar heldur valið snið í tíma og rúmi. Þannig er Bretasaga Schama raunar líka þó að hann dreifi vali sínu á margar aldir.Sagan hefur nefnilega marga svipi sem ráðast af sögugerðarmanninum, tíðarandanum, heimildastöðunni og ótal þáttum öðrum. Þetta er það sem er heillandi og því ætti að gefa mörgum tækifæri til að þróa sýn og tök sín að eigin vali með fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem einu skilyrðin. Sýnum alla flóru sögunnar – sögu einstaklinga, þekktra og óþekktra, karla og kvenna, fjölskyldna og einfara, atvinnuhátta og alþjóðatengsla, langsnið og þversnið sögunnar, sannleiksleit og lygimál. Íslandssaga Hriflu-Jónasar var vel sögð en hún var varasöm meðan hún var eina söguskoðunin sem haldið var að nemendum. Endurtökum ekki þann leik í sjónvarpinu. Höfundar hafa búið til sögulegt efni fyrir sjónvarp.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun