Einstök menntasókn – Ranghugmyndir menntamálaráðherra. 20. nóvember 2006 05:00 Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar