Tryggvi L. Skjaldarson: Straumsvíkurblús 16. nóvember 2006 05:00 Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun