Stóriðja, er sátt í sjónmáli? 16. nóvember 2006 06:00 Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar