Stóriðja, er sátt í sjónmáli? 16. nóvember 2006 06:00 Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun