Hver ber ábyrgð á hverju? Toshiki Toma skrifar 10. nóvember 2006 00:01 Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar