Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu 10. nóvember 2006 05:45 HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðanir Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar