Hvað er ég að vesenast í pólitík? 2. nóvember 2006 05:00 Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar